F.ART

F.Art-hópurinn samanstendur af Lónu Dögg Christensen, Þiðriki Hanssyni og Hildi Margrétardóttur en þau eru málarar af yngri kynslóðinni.

Skilgreining á conceptinu F.art (FAST ART):
Skyndilist er sköpuð til þess að nálgast almenning á þeirra forsendum. Aðgengi, verðlag og hagkvæmni eru höfð til hliðsjónar og reynt eftir bestu getu að vefa úr þeim heildarpakka sem ætti að höfða til sem flestra.
Vegna tvíssýnni stöðu samtíma málverksins hefur F.Art-hópurinn ákveðið að brjóta bak oki allra gagnrýnna radda um þá þriðju flokks skyndi- og gjafalist sem eru á boðstólum gallería, fjölfalda verk sín og selja á tilboðsverði.
Skyndilist er ekki af sama sauðahúsi og meistaraverk Kjarvals, en enginn þarf að óttast langlífi skyndilistar enda er hún gerð til aðnjóta í dag og svo má koma henni fyrir í kompunni á morgun. Á síðastliðnum áratug hefur mikið verið deilt um ágæti skyndilistar (gjafalistar). Hvort er göfgara? Mynd keypt á uppsprengdu verði, þar sem listmálarinn er látinn eða mynd keypt á tilboðsverði eftir hinn knáa unga listamann sem reynir að berjast fyrir tilveru sinni? Staða listar í dag er í sama farvegi og tónlistinn. Aðgengi, fjölföldun og dreifing er grundvöllur þess að almenningur fái notið og að listamaðurinn geti þrifist. Eitt verk á Kjarvalsstöðum hefur álíka mátt í útbreiðslu og tónlistarstef í lyftu. Afleiðing af þróun málaralista er að sú breyting sem átt hefur sér stað vegna taugaveiklunar sem ríkir um stöðu þess í heimi myndlistar, er að birting og sýnileiki hefur meiri vægi en "gæði" og innihald.

Lækjargata í Reykjavík, 2000

F.ART

Bónus á Laugarvegi 2001, Reykjavík

Undirbúningur

Bónus

Skyndilistakaupendur