Hvað er í gangi?

Hildur Margrétardóttir heldur myndlistarsýningu í Japis á verkum sínum unninn í tengslum við tónlistarbransan. Sýningin er til þess gerð að vekja athygli á þeirri þróun í nútímatónlistargeiranum að söngkonur virðast æ meir færa sig í átt að klámiðnaðinum og virðast í ríkari mæli láta móta sig algerlega eftir kröfum útgefenda og fjölmiðla. Fæstar virðast þær hafa sérstöðu sem persóna líkt og söngkonurnar eflaust vilja að tónlist þeirra sé metin, heldur láta þær steypa sig í táknmynd hinnar eggjandi glyðru til þess að augu almennings beinist að þeim. Hvað er í gangi? Hefur kvennfólk í þessum geira enga sjálfsvirðingu lengur? Er þetta frjálst val þeirra eða gert til að þóknast? Til að vekja umræðu um ímynd kvenna hvort sem það er í heimi tónlistar eða í öðrum fjölmiðlum hef ég sett venjulega íslenska konu í sömu aðstöðu og þær konur sem tengjast tónlistarbransanum til þess að fá aðra sýn á þetta ofangreinda fyrirbæri. Hvað gerist? Hvernig er til dæmis líðan á meðan myndatöku stendur?

Hildur Margrétardóttir er útskrifuð úr Myndlista- og handiðaskóla Íslands, málaradeild 1995-1999. Einnig var hún við nám í The Utrecht School of arts, Holland, 1998. Hildur hefur haldið 6 einkasýningar og um 17 einkasýningar á listferli sínum. Sýningin stendur yfir til 1. mai nk.

myndir frá opnuninni